Með því að ganga frá pöntun á Robur.is samþykkir þú eftirfarandi skilmála:

Allilja ehf sem eigandi að Robur.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða vegna misræmis á lagerstöðu og framboði í vefverslun. Einnig áskilur Robur.is sér rétt á að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Allilja ehf áskilur sér einnig rétt til að ógilda pantanir séu þær ekki greiddar innan viku og eru þá vörurnar settar aftur í sölu.

Greiðslufyrirkomulag:

Vefverslun www.robur.is býður uppá eftirfarandi greiðslumöguleika:

1: Greitt með peningum/korti við afhendingu (á bara við um útkeyrslusvæði)

2: Greitt með millifærslu inná reikning Allilja ehf

3: Með greiðslu í gegnum greiðslugátt vefverslunar (kreditkort/greiðsluseðill/Pei/Netgíró)

4. Með því að fá kröfu frá Allilja ehf í gegnum heimabankann.

Reikningsupplýsingar Allilja ehf / robur.is eru 0121-26-004765  Kennitala: 520302-3440
Kvittun fyrir greiðslu skal senda á robur@mitt.is með pöntunarnúmeri sem skýringu/tilvísun.


Afhending vöru og sendingakostnaður

Hágæða fóður og fyrirmyndar þjónusta er okkar mottó og þar af leiðandi bjóðum við öllum viðskiptavinum fría heimsendinu hvert á land sem er.

Heimkeyrsla á við um höfuðborgarsvæðið (allt frá Hafnarfirði útí Kjós), suðurnesin, Hveragerði, Selfoss, Stokkseyri, Eyrarbakki og Þorlákshöfn.

Allar aðrar pantanir/sendingar innanlands eru afgreiddar og sendar með Íslandspósti innan tveggja virkra daga.

Í einstaka tilfellum getur komið í ljós að vara sé uppseld en kemur þá yfirleitt aftur á lager innan viku. Viðskiptavinur er þá látinn vita næsta virka dag og boðið að fá pöntunina senda þegar varan kemur aftur eða að fá vöruna endurgreidda.

Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Allilja ehf /Robur.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Robur.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda en við erum að sjálfsögðu til í að koma til móts við viðkomandi á einhvern hátt ef slíkt kemur upp.

Í einstaka tilvikum gæti viðskiptavinur þurft að greiða einhvern sendingarkostnað, sérstaklega þegar um er að ræða stærri pantanir sem senda þarf út á land og þarf það þá að vera samkomulag á milli kaupanda og seljanda.

Verð á vöru

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur eða myndabrengl. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar. Allilja ehf skuldbindur sig til að halda sama verðlista í lágmark 1 ár, verðlisti er uppfærður 15.febrúar ár hvert og gildir í 1 ár. Þegar verðlisti er uppfærður er tekið tillit til sendingarkostnaðar, innkaupsverð og gengi gjaldmiðla.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 30 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan er í formi kóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er, en endurgreiðsla getur líka átt við en þarf að meta það þegar slík staða kemur upp.

Gildir inneignarnóta í eitt ár frá útgáfudegi.

Robur.is býður upp á fría heimsendingu en ef vöru er skilað og þarf að senda með póstinum þá ber viðskiptavinur kostnað við slíkan flutning nema samkomulag hafi náðst um annað.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist.
Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.