Afhending vöru og sendingakostnaður

Hágæða fóður og fyrirmyndar þjónusta er okkar mottó og þar af leiðandi bjóðum við öllum viðskiptavinum fría heimsendinu hvert á land sem er.

Heimkeyrsla á við um höfuðborgarsvæðið (allt frá Hafnarfirði útí Kjós), suðurnesin, Hveragerði, Selfoss, Stokkseyri, Eyrarbakki og Þorlákshöfn.

Allar aðrar pantanir/sendingar innanlands eru afgreiddar og sendar með Íslandspósti innan tveggja virkra daga.

Í einstaka tilfellum getur komið í ljós að vara sé uppseld en kemur þá yfirleitt aftur á lager innan viku. Viðskiptavinur er þá látinn vita næsta virka dag og boðið að fá pöntunina senda þegar varan kemur aftur eða að fá vöruna endurgreidda.

Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Allilja ehf /Robur.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Robur.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda en við erum að sjálfsögðu til í að koma til móts við viðkomandi á einhvern hátt ef slíkt kemur upp.

Í einstaka tilvikum gæti viðskiptavinur þurft að greiða einhvern sendingarkostnað, sérstaklega þegar um er að ræða stærri pantanir sem senda þarf út á land og þarf það þá að vera samkomulag á milli kaupanda og seljanda.