Um ROBUR Hundafóður
Uppistaðan í ROBUR er fiskimjöl, kjúklinga- eða, lambakjöt, hrísgrjón, maísmjöl, dýrafita, kartöfluprótein, eggjaduft, steinefni og ýmiss vítamín.
Ásamt nauðsynlegum vítamínum og steinefnum inniheldur ROBUR fæðubótarefnið MacroGard®. MacroGard® styrkir og byggir upp ofnæmiskerfi unghunda og viðheldur því hjá fullvaxta einstaklingum. Þetta kemur sér einkar vel hjá vinnuhundum sem eru oft undir álagi og eiga því á hættu að vera mótækilegri fyrir ýmsum sjúkdómum.
Þetta á ekki síður við um hunda sem fá litla hreyfingu, því hreyfingaleysi veldur streytu. ROBUR inniheldur m.a. einnig mjólkursýru, glúkósamín og „Chondroitin sulfate.“ Mjólkursýra er náttúrulegt efni sem viðheldur heilbrigðri gerlaflóru meltingafæra. Glúkósamín og „Chondroitin sulfate“ stuðla að teygjanlegri og sterkari liðamótum með því að binda vatn í stoðvef og halda frumum saman, sem er gríðarlega mikilvægt fyrir mjaðma- og axlaliði veiðihunda sem oft vinna við mikið líkamlegt erfiði!
ROBUR er ríkt af omega-3 og omega-6 fitusýrum sem stuðla að heilbrigðri húð og fallegum gljáandi feldi. Það skal tekið fram að ROBUR er glúten-frítt fóður (inniheldur ekki unnið hveiti).
Frí heimsending
Robur.is býður uppá fría heimsendingu hvert á land sem er.
Keyrt er út 2-3svar sinnum í viku sem gerir afgreiðslutíma 0-3 daga frá því pantað er.
Eftirtaldir staðir eru í útkeyrslu hjá okkur:
Suðurnes, höfuðborgarsvæðið, Hveragerði, Selfoss, Stokkseyri, Eyrarbakki og Þorlákshöfn.
Vinsamlegast athugið að pantanir frá öðrum bæjarfélögum eru yfirleitt sendar með póstinum viðtakanda að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.